Á þessum degi… 5. janúar

Árið 2007…

Frelsisverðlaun Kjartans Magnússonar, á vegum Sambands Ungra Sjálfstæðismanna, voru veitt í fyrsta skipti. Verðlaunin hljóta þeir einstaklingar eða einkareknar stofnanir sem þóttu framúrskarandi á sviði frjálshyggju að mati SUS.

Fyrstu handhafar verðlaunanna voru samtökin Andríki og rithöfundurinn Andri Snær Magnason.

Verðlaunin hafa verið umdeild, meðal annars árið 2010 þegar samtökin InDefence fengu verðlaunin, en InDefence höfðu verið hávær í umræðunni um IceSave. Verðlaunin sjálf eru kennd við Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi stjórnarmann gamla Landsbankans, og því nátengdur IceSave.

Einnig vöktu verðlaunin athygli þegar Hvalur hf. hlaut verðlaunin, en Ísland hefur í áratugi verið harðlega gagnrýnd um heim allan fyrir hvalveiðar.

Árið 2021 hlutu Íslensk Erfðagreining og Haraldur Þorleifsson verðlaunin.

Árið 1978…

Nýlistasafnið stofnað í Reykjavík. Safnið er í eigu listamanna og er eitt það elsta sinnar tegundar í Evrópu.

Árið 1931…

Fyrsta barnið fæddist á Landspítalanum, rúmum tveimur vikum eftir að hann er opnaður.

Ekki missa af...