Á þessum degi… 5. desember

Árið 2017…

Alþjóðlega Ólympíusambandið bannaði Rússlandi frá því að taka þátt í Vetrarólympíuleikunum 2018. Ástæðan var kerfisbundið svindl Rússa á lyfjaprófum, þá helst á Vetrarólympíuleikunum árið 2014.

Tveimur árum síðan hlaut þjóðin fjögurra ára bann frá öllum helstu alþjóðlegu keppnunum. Það bann var stytt í tvö ár. Rússum er enn heimilað að taka þátt en það verður þá undir hlutlausum fána.

Árið 2003…

Íslenska Wikipedia var stofnuð. Í dag eru yfir 50.000 greinar á íslensku á vefnum.

Árið 1933…

Áfengisbanninu í Bandaríkjunum lauk. Það hafði verið í gangi frá árinu 1920 þegar átjándi viðauki stjórnarskrárinnar, þekkt sem Volstead lögin, voru samþykkt af þinginu. Kristilegir baráttuhópar stóðu fyrir umræðu um bannið sem dreifði úr sér í báða flokka og hlaut talsverðan hljómgrunn. Ástæða bannsins voru samfélagsleg mein af völdum áfengis.

Bannið leiddi af sér vissulega minni neyslu áfengis á landsvísu en skipulögð glæpastarfsemi blómstraði á þessum tíma. Áfengi var framleitt ólöglega innanlands og flutt ólöglega frá Kanada.

Ekki missa af...