Á þessum degi… 4. nóvember

Árið 2008…

Barack Hussein Obama vann forsetakosningar í Bandaríkjunum. Hann varð fyrsti þeldökki forseti landsins. Fram að því hafði Obama verið þingmaður fyrir heimaríki sitt Illinois. Mótherji hans í kosningunum var repúblikaninn John McCain. Obama hlaut rúm 69 milljón atkvæði. Ríki sem höfðu ekki kosið demókrata í tugi ára kusu Obama um fram McCain, sem gerði kosningu hans enn sögulegri.

Árið 1969…

Þrettán slasast þegar tveir strætisvagnar skullu framan á hvorn annan á Skúlagötu. Annar vagninn fór yfir á rangan helming til að forðast árekstur við annan bíl. Í frétt Morgunblaðsins um áreksturinn er sagt að hemlaför vagnsins hafi verið rúmir 20 metrar.

Árið 1942…

Skipið Brúarfoss bjargar 44 mönnum úr sökkvandi skipinu Daleby. Brúarfoss var með í 27 skipa skipalest sem fór frá Bandaríkjunum. Fossinn átti að vera björgunarskip í lestinni, en þýskir kafbátar hundeltu bresk skip á þessum tíma og sökktu. Daleby varð fyrir árás og bjargaði áhöfn Brúarfoss 44 skipverjum.

Kristján Aðalsteinsson, annar stýrimaður, fór í björgunarbát til að ferja menn á milli. Hann sagði síðar: „Þetta var fimmtán eða sextán ára strákur, lítill og léttur. Ég hélt að hann væri dáinn. Svo réðst ég á hann og reyndi að lífga hann við, blés og hamaðist á honum en ekkert gekk. Ég var alveg að gefast upp, en allt í einu kom hrygla. Hann ætlaði aldrei að geta hitnað.“ Strákurinn lifði eftir að hafa fengið kaffi og brennivín frá skipverjum.

Ekki missa af...