Á þessum degi… 4. janúar

Árið 2009…

Burj Khalifa var vígður í Dubai borg við hátíðlega athöfn. Turninn er 829 metrar á hæð og því lang hæsta mannvirki sem byggt hefur verið. Á þeim tíma sigraði Burj Khalifa Taipei 101 turninn í Taiwan, en hann er ekki nema 500 metrar á hæð. Ef turnar eru undanskildir var næst hæsta bygging þess tíma sjónvarpsmastrið KVLY-TV í Norður Dakóta fylki Bandaríkjanna. Það mastur er 629 metrar.

Burj Khalifa var í rúm fimm ár í byggingu og arkítektinn Adrian Smith sá um hönnun.

Turninn sló ýmis met við byggingu og hefur gert það síðan. Þar er meðal annars hæsti næturklúbbur jarðar, en hann er á 144 hæð.

Árið 1958…

Nýsjálendingurinn Edmund Hillary náði á Suðurpólinn ásamt föruneyti sínu. Enginn hafði náð þangað landleiðina síðan hópur Roald Amundsen náði þangað fyrstir allra árið 1911.

Hillary hafði þá fyrir öðlast heimsfrægð fyrir að ná Everest toppnum fyrstur manna ásamt Tenzing Norgay.

Árið 1917…

Fyrsta ráðuneyti Íslands kemur saman. Fjórir ráðherrar voru þar, Jón Magnússon sem varð fyrstur forsætisráðherra landsins, ásamt því að gegna embætti dóms- og kirkjumála, Björn Kristjánsson var fjármálaráðherra og Sigurður Jónsson var atvinnumálaráðherra.

Upp að þessu höfðu leiðtogar heimastjórnar verið kallaðir einfaldlega ráðherrar.

Ekki missa af...