Á þessum degi… 4. desember

Árið 1971…

Eldur kom upp Herðubreiðarhúsinu við Fríkirkjuveg, þar sem skemmtistaðurinn Glaumbær var hýstur. Allt innviði staðarins brann, þar á meðal hljóðfæri hljómsveitarinnar Náttúru. Þau voru geymd þar vegna sýninga á söngleiknum Hárinu. Hugmyndir um að endurreisa skemmtistaðinn í sama húsi voru felldar niður af nágrönnum byggingarinnar. Í dag er Listasafn Íslands í húsinu.

Árið 1993…

Markús Örn Antonsson, borgarstjóri Reykjavíkur, opnaði Ingólfstorg við hátíðlega athöfn. Möguleikhúsið var með leiksýningar fyrir börn, KK spilaði fyrir dansi og Grýla sjálf mætti til að gefa öllum kakó.

Um er að ræða eitt frægasta svæði miðbæjarins, en þarna stóð lengi Hótel Ísland. Það brann til grunna árið 1944. Þarna myndaðist plan fyrir bíla og var vinsæll staður fyrir unglingahittinga. Það var uppnefnt hallærisplanið.

Ekki missa af...