Á þessum degi… 31. október

Árið 2011…

Sjö milljarða dagurinn. Sameinuðu Þjóðirnar meta það svo að mannfjöldi á jörðinni hafi náð sjö milljörðum.

Árið 1981…

Kvikmyndin Útlaginn er frumsýnd. Ágúst Guðmundsson skrifaði og leikstýrði þessari útgáfu af sögu Gísla Súrssonar. Arnar Jónsson lék aðalhlutverkið. Íslendingar muna eflaust eftir þessari úr íslenskutíma á unglingsárunum.

Árið 1934…

Þórbergur Þórðarson er dæmdur til að greiða 200 króna sekt í landráðamálinu svokallaða. Glæpur hans var að kalla Adolf Hitler „sadistann í kanzlarastólnum þýska.“

Ekki missa af...