Á þessum degi… 30. október

Árið 2012…

Disney kaupir Lucasfilm og allar þeirra eigur, eins og Stjörnustríð, á fjóra milljarða bandaríkjadala. Fyrirtækið hefur notað Stjörnustríð í margs konar verkefni, þar á meðal skemmtigarða. Einnig hafa verið framleiddar fimm leiknar kvikmyndir í Star Wars seríunni ásamt sjónvarpsseríum sem hafa margar hverjar hafa slegið í gegn um heim allan.

Árið 2008…

Íslenska kvennalandsliðið varð það fyrsta af A-landsliðum Íslands til að komast í úrslitakeppni EM. Liðið vann Írland 3-0 á Laugardalsvelli til að ná því. Dóra María Lárusdóttir skoraði tvennu og Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði hið þriðja.

Árið 1941…

Skortur á fjármunum urðu til þess að framkvæmdum var hætt við Rushmore fjall í Suður Dakóta fylki Bandaríkjanna. Þar lauk sextán ára vinnu við að höggva út skúlptúra af andlitum fjögurra fyrrverandi forseta landsins, Goerge Washington, Thomas Jefferson, Theodore Roosevelt og Abraham Lincoln. Fjallið er umdeilt vegna þess að fjallið og landið þar um kring er talið heilagt í augum Lakota ættbálksins. Áratuga deila þeirra við ríkisstjórn Bandaríkjanna er lituð af alls kyns atvikum, en árið 1980 dæmdi Hæstiréttur Bandaríkjanna að frumbyggjar landsins hafi aldrei fengið bætur fyrir landtap sitt. Deilurnar halda áfram enn þann dag í dag.

Ekki missa af...