Á þessum degi… 30. nóvember

Árið 2013…

Tyrkneskur tölvuþrjótur gerði árás á vefsíðu Vodafone á Íslandi. Hann sagðist hafa komist yfir upplýsingar um 70.000 notendur fjarskiptafyrirtækisins, þar á meðal talsvert magn SMS skilaboða.

Fyrst um sinn héldu forsvarsmenn Vodafone því fram að trúnaðarupplýsingar höfðu ekki komist í hendur þrjótanna. Það leið ekki á löngu þar til það var staðfest rangt. Kennitölur, heimilisföng og SMS skilaboð voru algengust en í einhverjum tilfellum voru bankaupplýsingar og dulkóðuð lykilorð aðgengileg.

Árið 2007…

Kárahnjúkavirkjun var gangsett formlega. Virkjunin hafði verið í byggingu í um fjögur ár en undirbúningur að henni hófst árið 1999. Um er að ræða eina stærstu framkvæmd Íslands og stærstu vatnsaflsvirkjun landsins.

Jökulsá á Dal, Jökulsá í Fljótsdal og Kelduá eru virkjaðar og veita afli í virkjunina.

Árið 1872…

Fyrsti landsleikurinn í fótbolta er leikinn á Hamilton Crescent vellinum í skosku borginni Partick. Skotland gerði þar markalaust jafntefli við England í æsispennandi leik. Leikmenn úr níu liðum í Englandi svöruðu kalli lands síns á meðan skoska liðið var að öllu leyti gert upp af leikmönnum úr liðinu Queen’s Park.

Ekki missa af...