Á þessum degi… 3. desember

Árið 1994…

Fyrsta Playstation leikjatölvan kom út. Hún var hluti af fimmtu kynslóð leikjavéla og var einstök á marga vegu, í staðinn fyrir að spila leiki með því að setja eins konar hylki í vélina þá voru leikirnir geymdir á geisladiskum.

Playstation seldi rúmlega 100 milljón eintök á ellefu árum, á meðan helsti keppinauturinn, Nintendo 64 seldi einungis um 30 milljón eintök.

Árið 1970…

Verslunarmiðstöðin Glæsibær opnaði dyr sínar almenningi. Hún var stærsta verslunarmiðstöð landsins á þessum tíma. Kaupmennirnir Silli og Valdi, eða Sigurliði Kristjánsson og Valdimar Þórðarson, byggðu miðstöðina og voru með matvöruverslun í húsnæðinu, eina þá stærstu á landinu.

Ýmsar verslanir hafa komið og farið, eins og 10-11 og Útilíf. Í dag er Nexus með stóra verslun og spilasal á neðri hæðinni og ýmsar sérvöruverslanir eru á jarðhæð.

Árið 1916…

Ungmennafélagið Skallagrímur er stofnað í Borgarnesi. Í dag er félagið hluti af Ungmennasambandi Borgarfjarðar.

Ekki missa af...