Á þessum degi… 29. október

Árið 2016…

Kosið var til Alþingis sex mánuðum fyrr en áætlað var. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem hafði verið forsætisráðherra síðan 2013, hafði sagt af sér vegna átaka um Panamaskjölin. Tólf flokkar buðu sig fram til þings og sjö þeirra náðu þingmönnum inn. Einn af þeim var Viðreisn, sem klofnaði úr Sjálfstæðisflokknum. Stjórn var mynduð af Sjálfstæðisflokknum, Bjartri Framtíð og Viðreisn. Ríkisstjórnin entist í 247 daga áður en hún sprakk vegna uppreistar æru kynferðisafbrotamanna.


Árið 1988…

Sega Genesis tölvan kom út í Japan. Hún kom út ári síðar í Bandaríkjunum. Vinsælir leikir sem komu út á tölvuna voru Sonic the Hedgehog, Mortal Kombat og Aladdin.


Árið 1929…

Svarti þriðjudagurinn og upphaf kreppunar miklu. Fimm dögum áður var svarti fimmtudagurinn, þegar hlutabréf voru seld í óvæntum mæli. Hlutabréfamarkaðurinn hélt áfram að hrynja allt til þriðjudags. Kreppan mikla entist í nærri því áratug og hafði áhrif á óteljandi mannslíf.

Ekki missa af...