Á þessum degi… 29. nóvember

Árið 2012…

Allsherjarþing Sameinuðu Þjóðanna samþykkti að Palestína yrði áheyrnarríki innan samtakanna. Upp að því hafði ríkið einungis verið fulltrúi þar.

Árið 2011…

Alþingi samþykkir þingsályktunartillögu þess efnis að viðurkenna sjálfstæði og fullveldi Palestínu. Tillöguna setti fram þáverandi utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson.

Árið 1972…

Tölvuleikjafyrirtækið Atari gefur út spilakassa með leiknum Pong innbyggðum. Um er að ræða einn fyrsta tölvuleikinn sem almenningur gat spilað.

Ekki missa af...