Á þessum degi… 28. október

Árið 1987…

Skemmtiþátturinn Á tali hjá Hemma Gunn hóf göngu sína á RÚV. Hann var í beinni útsendingu á miðvikudagskvöldum og tók Hemmi viðtöl við fólk ásamt því að sýna alls kyns skemmtiatriði. Þátturinn var á dagskrá til ársins 1995.

Árið 1981…

Hrauneyjafossvirkjun var tekin í notkun. Virkjunin er í Tungnaá á Sprengisandsleið. Vatn úr ánni og Þórisvatni er tekið inn í virkjunina sem er 280 MW.

Árið 1981…

Hljómsveitin Metallica var formlega stofnuð af Lars Ulrich trommara og James Hetfield söngvara og gítarleikara. Hljómsveitin varð ein farsælasta bylturokk (e. thrash metal) hljómsveit allra tíma, hefur selt fleiri en 125 milljón plötur frá upphafi og er eina hljómsveitin sem hefur haldið tónleika í öllum heimsálfunum, Suðurskautslandið er þar með talið.

Árið 1886…

Frelsisstyttan var afhjúpuð á Liberty eyju í New York borg. Styttan var gjöf frá Frakklandi. Styttan er af rómversku gyðjunni Libertas, en hún heldur á kyndli í hægri hönd og á steintöflu merkta sjálfstæðisdegi Bandaríkjanna.

Ekki missa af...