Á þessum degi… 28. nóvember

Árið 1990…

Margaret Thatcher sagði af sér sem forsætisráðherra Bretlands. Hún naut mikilla óvinsælda í stólnum, sérstaklega þegar líða tók á embættið, bæði innan Íhaldsflokksins og utan hans. Verkamannaflokkurinn var farinn að auka fylgi sitt og í september árið 1990 mældist hann með 14% meira fylgi en Íhaldið.

Þetta jók allsvakalega á ósætti innan flokksins sem varð til þess að Michael Heseltine sóttist eftir formannsstólnum. Thatcher rétt marði sigur í kosningum innan flokksins en fékk ekki hreinan meirihluta sitjandi Íhaldsþingmanna. Það þurfti aðra umferð af kosningum og Thatcher hugðist ætla taka slaginn. Hennar innsti hringur og aðrir ráðamenn réðu henni gegn því og því lét hún af embætti.

John Major tók við og sat í sjö ár.

Árið 1989…

Upphafið að endalokum kommúnistastjórnar í Tékkóslóvakíu. Hundruðir þúsunda manns höfðu mótmælt friðsamlega á götum Prag í ellefu daga. Mótmælin voru einstök fyrir það hvað þau voru friðsæl, í seinni tíma voru þau kölluð Flauelsbyltingin.

Ríkisstjórn landsins hafði sagt af sér með öllu fjórum dögum áður. Það var á þessum degi sem Kommúnistaflokkur landsins sagði af sér öllum völdum og batt enda á eins flokks kerfi landsins.

Kosnigar voru haldnar í júní árið eftir og tveimur árum eftir það skiptist landið í tvennt – Tékkland og Slóvakía.

Ekki missa af...