Á þessum degi… 27. október

Árið 2018…

Vichai Svrivaddhanaprabha, þáverandi eigandi fótboltaliðsins Leicester F.C. lést í þyrluslysi. Þyrlan fór í loftið frá King Power fótboltavellinum eftir leik Leicester gegn West Ham United. Bilun í halanum olli því að hún brotlendi á bílastæði vallarins stuttu síðar. Öll um borð í þyrlunni, fimm samtals, létust í slysinu, en engum varð hætt af á jörðu niðri.

Árið 2008…

Samtökin Opinn Borgarafundur héldu sinn fyrsta fund af átta. Fundurinn var haldinn í Iðnó. Samtökin voru stofnuð vegna mikillar óvissu í þjóðfélaginu eftir hrun. Hinn almenni borgari gat þar komið sínum hugmyndum og skoðunum á framfæri á lýðræðislegan hátt.

Árið 1988…

Byggingu tilvonandi sendiráðs Bandaríkjanna í Moskvu var slaufað. Forseti Bandaríkjanna, Ronald Reagan gerði það vegna hlerunarbúnaðar sem Sovétmenn voru að koma fyrir í byggingunni.

Ekki missa af...