Á þessum degi… 27. nóvember

Árið 2011…+

Kosið var til stjórnlagaþings. 523 gáfu kost á sér, 159 konur og 364 karlar. Kjósendur völdu 25 frambjóðendur og röðuðu þeim í forgangsröð. Kjörsókn var rétt tæplega 37%. Kosningin var dæmd ólögleg af Hæstarétti og þeir frambjóðendur sem kosnir voru stofnuðu þess í stað Stjórnlagaráð sem skilaði af sér frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár.

Árið 1950…

Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík er stofnuð. Sama ár hafði flugvélin Geysir brotlent nálægt Bárðarbungu. Eftir fjögurra sólarhringa leit var brotlendingin staðfest og björgunarleiðangur fór í gang. Björgunarleiðangurinn sýndi fram á þörf skipulagðs björgunarstarfs og því lýst yfir að stofna skyldi félagið. Það varð eftir á þessum degi.

Árið 1927…

Ferðafélag Íslands var stofnað. Það var Sveinn Björnsson, þáverandi sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn, sem var í broddi fylkingar að stofnun félagsins. Hann stofnaði þó ekki félagið, þrátt fyrir að hafa hvatt mikið til þess. Björn Ólafsson kaupmaður og mikill ferðamaður fékk með sér átta manns til stofnunarinnar.

Fyrsti forseti félagsins var Jón Þorláksson, fyrrverandi forsætisráðherra.

Ekki missa af...