Á þessum degi… 26. nóvember

Árið 1991…

Ævintýrasöngleikurinn Skilaboðaskjóðan var frumsýndur á stóra sviði Þjóðleikhússins. Kolbrún Halldórsdóttir leikstýrði og Jóhann G. Jóhannsson samdi tónlistina, en sagan sjálf er byggð á bók Þorvalds Þorsteinssonar. Þorvaldur samdi einnig söngtextana.

Söngleikurinn naut mikilla vinsælda og hefur verið settur upp í tvígang til viðbótar.

Árið 1981…

DV er stofnað við sameiningu Dagblaðsins og Vísis. Ellert Schram var þá ritstjóri Vísis og varð annar ritstjóra hins nýstofnaða blaðs. Jónas Kristjánsson var hinn ritstjórinn, en hann hafði einnig áður verið ritstjóri Vísis.

Árið 1980…

Fyrsta breiðskífa Utangarðsmanna kom út. Platan hlaut nafnið Geislavirkir og er öndvegisverk í íslensku pönki. Hljómsveitin hafði verið stofnuð fyrr um árið og var ein sú vinsælasta á landinu á sínum tíma. Þeir höfðu hitað upp fyrir goðsagnirnar í The Clash í Laugardalshöll og spilað á tónleikum um land allt.

Tvö af frægustu lögum plötunnar eru ef til vill Hiroshima og Kyrrlátt Kvöld. Söngvari hljómsveitarinnar var Bubbi Morthens en aðrir voru Pollock bræðurnir Mick og Danny, Magnús Stefánsson og Rúnar Erlingsson.

Ekki missa af...