Á þessum degi… 25. nóvember

Árið 2008…

Grænlendingar kjósa um aukna heimastjórn í landinu. Hún var samþykkt með afgerandi meirihluta, 75% kusu með og kosningaþátttaka var 72%.

Árið 1961…

Sundlaug Vesturbæjar var vígð. Stór og fjölbreyttur hópur fólks hafði beitt sér fyrir opnun laugar á svæðinu. Hún er enn þann dag í dag vinsæll slökunarstaður fyrir heimafólk.

Árið 1902…

Sexæringurinn Stanley sigldi úr höfn á Ísafirði. Það er varla frásögu færandi, óteljandi bátar sigldu úr höfn á degi hverjum á Íslandi. Munurinn er sá að þessi var vélknúinn, sá fyrsti í íslenskri sögu.

Ekki missa af...