Á þessum degi… 25. desember

Jóladagur

Í dag heldur meirihlutinn af hinum vestræna heimi jóladaginn heilagann. Gjafir eru opnaðar og hátíðarkvöldverður er í mörgum löndum en á Íslandi tíðkast það helst að lesa, skoða gjafir og gera sem allra minnst.

Árið 1991…

Mikhaíl Gorbatsjev segir af sér stöðu aðalritara kommúnistaflokks Sovétríkjanna. Einn af síðustu atvikum sem mörkuðu endalok Sovéska veldisins.

Árið 1975…

Hljómsveitin Iron Maiden var formlega stofnuð. Bassaleikarinn Steve Harris gerði það og skírði bandið eftir pyntingatæki úr bókinni Maðurinn með járngrímuna. Hann er eini upphaflegi meðlimurinn en flestir sem eru enn í bandinu í dag gengu til liðs við hana á árunum 1981 og 1990. Fræg lög eins og Number of the Beast, Run to the Hills og Powerslave liggja eftir þá kappa sem hafa tvímælalaust haft mikil áhrif á rokk og þungarokk alla tíð.

Ekki missa af...