Á þessum degi… 24. nóvember

Árið 2012…

Píratar litu dagsins ljós. Birgitta Jónsdóttir og Smári McCarthy höfðu kynnt fyrirhugað framboð og var stofnfundur flokksins haldinn á þessum degi. Flokkurinn hefur verið á Alþingi frá upphafi sínu.

Árið 1965…

Fjögur hundruð manns höfðu leitað í rúmlega 60 klukkustundir að rjúpnaveiðimanninum Jóhanni Löve, en hann var talinn af eftir mikið vonskuveður. Lögreglumaðurinn þrítugi var fluttur með þyrlu varnarliðsins frá Skjaldbreið til Reykjavíkur. Í samtali við Tímann sagði hann „Ég missti aldrei vonina. Ég fann það alltaf á mér að ég myndi finnast, þótt ekki liti vel út í gær, þegar ég sá vélarnar vera að leita á öðru svæði en ég var á.“

Árið 1859…

Öndvegisrit þróunarlíffræði, Uppruni Tegundanna (e. On the Origin of Species), kom út. Fræðimaðurinn Charles Darwin skrifaði bókina, en hugmyndir hans um þróun lífvera voru byltingarkenndar á sínum tíma.

Ekki missa af...