Á þessum degi… 23. október

Árið 2012…

WOW Air tók fyrir rekstur Iceland Express flugfélagsins. Nokkrum dögum síðar var öllum starfsmönnum fyrirtækisins sagt upp. Hægt er að heimsækja vefsíðu Iceland Express enn þann dag í dag.

Árið 1958…

Bandalag Háskólamanna var stofnað.

Árið 1955…

Stytta af Héðni Valdimarssyni var afhjúpuð á Hringbraut. Saga styttunnar er skemmtileg en hún kom fram í auglýsingu Thule. Þar leikur Þröstur Leó Gunnarsson leiðsögumann sem segir ferðamönnum að Héðinn hafi verið fyrsta manneskjan til að senda smáskilaboð. Styttan var tekin niður og sett í geymslu árið 2018 vegna skemmda. Ekki er víst hvenær hún snýr aftur á sinn stall.

Ekki missa af...