Á þessum degi… 23. desember

Þorláksmessa að vetri

Á þessum degi er Þorláksmessa haldin heilög. Þorlákur hinn helgi Þórhallsson, biskup í Skálholti, lést á þessum degi árið 1193. Þorlákur helgi er verndardýrðlingur kaþólsku kirkjunnar á Íslandi og er eini íslenski dýrlingurinn.

Árið 1968…

Þorláksmessuslagurinn. Æskulýðsfylkingin og Félag róttækra stúdenta skipulögðu mótmæli gegn Víetnamstríðinu og hugðust ganga upp Skólavörðustíg. Lögregla vildi ekki leyfa það þar sem mótmælendur myndu ganga á fólk í miðri jólaös. Til átaka kom þegar lögregla þveraði Austurstræti og stöðvaði mótmælendur. Tólf voru handtekin.

Ekki missa af...