Á þessum degi… 22. október

Árið 2009…

Microsoft gaf út stýrikerfið Windows 7. Stýrikerfið sem á undan kom, Vista, vakti ekki mikla lukku og var breytingin kærkomin fyrir daglega notendur Windows.

Árið 1985…

Fimm aurskriður féllu úr Bíldudalsfjalli og fóru tvær þeirra inn í bæinn. Ein skriðan lenti á milli tveggja húsa.

Árið 1961…

Bjarni Benediktsson eldri var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins. Tveimur árum síðar varð hann forsætisráðherra.

Ekki missa af...