Á þessum degi… 22. nóvember

Árið 2008…

Búsáhaldabyltingin nær hámarki. Nærri því 11.000 manns höfðu mótmælt á Austurvelli og einn var handtekinn. Nokkur hundruð manna hópur hélt því áfram að mótmæla fyrir utan lögreglustöðina og reyndi hópurinn að ryðjast inn. Þau voru stöðvuð með piparúða. Nokkur þurftu að leita sér aðhlynningar á slysavarðstofu.

Árið 2005…

Besuch Bundeskanzlerin Angela Merkel im Rathaus Köln

Angela Merkel var kjörin kanslari Þýskalands. Hún var fyrsta konan til að gegna embættinu en hún hafði þá setið á þingi fyrir Kristilega Demókrataflokkinn síðan árið 1990. Hún tók við af Gerhard Schröder.

Merkel mun ljúka sextán ára kanslarasetu sinni nú í lok árs.

Árið 1963…

John F. Kennedy, þáverandi forseti Bandaríkjanna, var myrtur á meðan bílalest hans ók í gegnum Dallas borg í Texas. Opinber skýring á tilræðinu er að Lee Harvey Oswald hafi skotið forsetann úr byggingu háskólans í borginni. Oswald var sjálfur myrtur af næturklúbbaeigandanum Jack Ruby.

Tilræðið á Kennedy er einn frægasti viðburður tuttugustu aldarinnar. Það væri afrek að koma öllum þeim samsæriskenningum sem farið hafa á flakk um málið fyrir í einni bók.

Ekki missa af...