Á þessum degi… 22. desember

Árið 2001…

Richard Reid gerir tilraun til hryðjuverks um borð í flugvél American Airlines. Hann hafði hlotið þjálfun frá Al-Qaeda í Pakistan og Afganistan og ætlaði að fremja ódæðið fyrir samtökin, aðeins fáeinum mánuðum frá árásinni á tvíburaturnana.

Tilræðið mistókst og Reid mun eyða afgangi ævi sinnar á bak við lás og slá.

Árið 1945…

Ný brú yfir Ölfusá var tekin til notkunar. Árið áður hafði brúin gamla fallið undan þunga tveggja mjólkurbíla.

Ekki missa af...