Á þessum degi… 21. október

Árið 2013…

Hraunavinir, hópur náttúruverndarsinna, mótmæltu veglagningu í gegnum Gálgahraun. Þrjátíu meðlimir úr hópnum voru handteknir, þar á meðal Ómar Ragnarsson.

Árið 2008…

Stóri sterkeindahraðallinn (e. Large Hadron Collider) var tekinn í notkun. Um er að ræða stærsta eindahraðal í heiminum. Hann var byggður af CERN samtökunum á tuttugu ára tímabili og er staðsettur nálægt Genf í Sviss.

Árið 1988…

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar var opnað almenningi. Birgitta Spur, ekkja hans, hafði stofnað einkasafnið fjórum árum áður, en safnið er hýst í vinnustofu hans og hluta af heimili þeirra hjóna.

Ekki missa af...