Á þessum degi… 21. nóvember

Árið 2004…

Leikjatölvan Nintendo DS kemur á bandarískan markað. Tölvan var lítil og handheld með tvo skjái. Hún sló í gegn og mótaði að miklu leyti kynslóð síns tíma. Um er að ræða næst mest seldu leikjatölvu allra tíma.

Árið 2003…

Jólamyndin sígilda Love Actually er frumsýnd í Bretlandi. Myndinni gekk vel fjárhagslega en ekki voru allir gagnrýnendur hrifnir. Áhorfendur, hvort sem þeir eru jólabörn eða ekki, tóku myndinni umsvifalaust ástfóstri og er hún skylduáhorf hjá mörgum í aðdraganda hátíðarinnar.

Stórskotalið leikara heldur atburðarásinni gangandi, en þar má nefna Hugh Grant, Liam Neeson, Emma Thompson, Keira Knightly, Alan Rickman og Laura Linney. Richard Curtis skrifar og leikstýrir, en eftir hann liggja aðrar sígildar myndir eins og Four Weddings and a Funeral og Notting Hill.

Árið 1974…

Mynd: Sky News

Sprengjuárásir eru gerðar á tvær krár í Birmingham borg, 21 voru myrt. Málið hrinti af stað atburðarás sem leystist ekki fyrr en sautján árum síðar. Írski uppreisnarherinn (Provisional Irish Republican Army) var grunaður um ábyrgð en gekkst aldrei við árásinni.

Sex manns voru ákærð og dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir verkið. Þau héldu ávallt úti sakleysi sínu og vildu meina að játning hafi verið þvinguð úr þeim. Árið 1991 voru þau sýknuð eftir miklar þreifingar á dómsstigi.

Sama ár voru fjögur ranglega dæmd í fangelsi fyrir Guildford kráarsprengjuárásina, en kvikmyndin In the Name of the Father er byggð á sögu þeirra. Daniel Day-Lewis lék aðalhlutverkið.

Ekki missa af...