Á þessum degi… 21. desember

Vetrarsólstöður

Hann er loks runninn upp, stysti dagur ársins. Á vetrarsólstöðum er sólarupprás í kringum 11:22 og sólsetur er klukkan 15:30. Ef veður leyfir þá er sól í sirka fjóra tíma.

Árið 2001…

Kvikmyndalögin voru sett. Markmið laganna hefur verið að efla kvikmyndagerð og kvikmyndamenningu á landinu. Í lögunum segir einnig að stofna skuli Kvikmyndamiðstöð Íslands sem á að hafa umsjón með rekstri sjóðs fyrir íslenskar kvikmyndir.

Árið 1988…

Flugvél Pan Am fellur til jarðar eftir að sprengja sprakk um borð og brotlendir í bænum Lockerbie í Skotlandi. Allir um borð létust og ellefu til viðbótar létust á jörðu niðri þegar brak og annað úr vélinni lenti á þeim.

Libýskir hryðjuverkamenn stóðu að árásinni. Þáverandi leiðtogi Libýu, Muammar Gaddafi, neitaði upphaflega allri sök í málinu og sagðist ekki hafa fyrirskipað neina árás. Árið 2003 gekkst hann þó við því að bera ábyrgð á árásinni, en hélt því enn fram að hann hafi ekki fyrirskipað árásina.

270 létust í heildina í mannskæðustu hryðjuverkaárás Bretlands.

Ekki missa af...