Á þessum degi… 20. nóvember

Árið 2013…

Lekamálið hófst. Fréttablaðið birti efni úr óformlegu minnisblaði innanríkisráðuneytisins, þar sem því var haldið fram að Tony Omos, hælisleitandi sem kominn var í felur, hefði aðild að mögulegu mansalsmáli. Einnig var því haldið fram að barnsmóðir Tony, sem stödd var í Kanada, væri fórnarlamb mansals.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, áverandi innanríkisráðherra, og aðstoðarmaður hennar Gísli Freyr Valdórsson, neituðu að minnisblaðið hafi verið til í kerfum ráðuneytisins. Að lokum játaði Gísli að hafa lekið minnisblaðinu í fjölmiðla og Hanna Birna sagði af sér.

Árið 1959…

Viðreisnarstjórnin tók við forystu í íslenskum stjórnmálum. Flokkarnir við völd voru Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn. Fyrsti forsætisráðherra stjórnarinnar var Ólafur Thors. Um er að ræða langlífustu ríkisstjórn Íslands en hún var við völd í rúm ellefu ár.

Markmið stjórnarinnar var að endurreisa hagkerfi landsins. Ýmis áföll dundu á stjórninni, en sumarið 1970 fórst Bjarni Benediktsson forsætisráðherra þegar sumarbústaður hans á Þingvöllum brann niður.

Árið 1947…

Elísabet, þáverandi krónprinsessa Bretlands, gekk að eiga Filippus af Mountbatten. Brúðkaupið var haldið í Westminster Abbey við hátíðlega athöfn. Öllu þessu var útvarpað í beinni, um 200 milljón manns hlustuðu á herlegheitin.

Ekki missa af...