Á þessum degi… 2. nóvember

Margt og ýmist gerðist á þessum degi, en á meðal dæma má nefna…

Árið 1906…

Hóf göngu sína fyrsta kvikmyndahús á Íslandi í Fjalakettinum við Aðalstræti í Reykjavík og nefndist Reykjavíkur Biograftheater og varð seinna Gamla bíó. Þegar Fjalakötturinn var rifinn 1985 var bíósalurinn talinn einn sá elsti uppistandandi í heiminum.

Salurinn tók 300 manns í sæti en kvikmyndasýningum lauk svo 1926 og þar á eftir var salurinn notaður til allavega fundarhalda. Til dæmis voru þar uppboð, stúkufundir góðtemplara og einnig stjórnmálafundir kommúnistaflokksins um 1932.


Árið 1913…

Hóf Morgunblaðið göngu sína. Það hefur verið gefið út af Árvakri síðan 1924. Stofnendur Morgunblaðsins voru þeir Vilhjálmur Finsen og Ólafur Björnsson, yngri bróðir Sveins Björnssonar forseta. Árið 1997 hóf svo Morgunblaðið útgáfu fréttavefs á netinu fyrst fjölmiðla á Íslandi.


Árið 1914…

Gengu í gildi lög um notkun bifreiða. Réttur til að stjórna bifreið var bundinn við 21 árs aldur. Hámarksökuhraði var 15 km/klst í þéttbýli en 35 km/klst utan þess.


Árið 1941…

Átti sér stað eitt mesta flugslys á Íslandi fram til þessa en þar varð bandarískur Martin PBM-I Mariner-flugbátur fórst á Langahrygg Fagradalsfjalli á Reykjanesi og með honum 11 menn. Vélin flaug í suðaustur hlíð Fagradalsfjalls, Langahrygg og gjöreyðilagðist í árekstinum og eldi. Slæmt skyggni og rangar upplýsingar um flugstefnu sennilega orsökin.

Ekki missa af...