Á þessum degi… 2. desember

Árið 2013…

Íbúi í Hraunbæ hóf skothríð með haglabyssu í íbúð sinni. Fjölmennt lið lögreglu brást við aðstæðum, þar á meðal Víkingasveit lögreglunnar. Til skotbardaga kom á milli lögreglu og mannsins sem endaði með því að maðurinn var skotinn til bana. Um er að ræða fyrsta dauðsfall landsins af þessu tagi.

Árið 1988…

Benazir Bhutto tók við forsætisráðuneyti Pakistan, fyrst kvenna í íslömsku ríki. Hún sat þó einungis í rétt rúmt eitt og hálft ár áður en hún var neydd til að segja af sér og verða aftur leiðtogi stjórnarandstöðu. Hún varð aftur forsætisráðherra árið 1993 en bæði kjörtímabil hennar einkenndust af frændhygli og spillingu. Þrátt fyrir þetta var hún talin mjög framsækin miðað við landa sína.

Hún var ekki endurkjörin árið 1997 svo hún fór í útlegt. Hún kom aftur til Pakistan tíu árum síðar og bauð sig fram. Hún var ráðin af dögum af róttækum íslamistum í desember lok árið 2007.

Árið 1804…

Napóleon lét krýna sig keisara í Notre Dame kirkju Parísar við hátíðlega athöfn. Viðhöfnin var rosaleg, enda vildi Napóleon staðfesta veldi sitt sem meira en bara konungur eða leiðtogi.

Ekki missa af...