Á þessum degi… 19. nóvember

Árið 2007…+

Sýslumaðurinn í Hafnarfirði setti lögbann á vefsamfélagið Istorrent, eða torrent.is. Á hápunkti vefsamfélagsins voru yfir 26.000 virkir notendur. Árið áður höfðu samtökin SMÁÍS ásamt samtökum tónskálda og kvikmyndagerðarmanna sent lögfræðingabréf þar sem skorað var á forsvarsmenn síðunnar að loka henni.

Árið 1983…

Gaukur á Stöng opnaði dyr sínar á Tryggvagötunni. Um var að ræða fyrstu ölkrá landsins að þýskri fyrirmynd. Ein fyrirstaða var fyrir þemanu, bjór var bannaður. Þess í stað var selt bjórlíki á krana allt til ársins 1989. Staðurinn er enn þann dag í dag vinsæll tónleikastaður.

Árið 1959…

Auður Auðuns tók við embætti borgarstjóra Reykjavíkur fyrst kvenna. Hún hafði áður verið forseti borgarstjórnar. Auður setti fleiri met, árið 1970 var hún skipuð dóms- og kirkjumálaráðherra, fyrst kvenna til að gegna ráðherraembætti.

Ekki missa af...