Á þessum degi… 18. október

Árið 2006…

Netvafrinn Internet Explorer 7 kom út. Vafrinn hafði ekki verið uppfærður í nærri því fimm ár. Útlit vefsins er eftirminnilegt, enda margir sem stigu sín fyrstu skref í tölvuheimum á þessum tíma.

Árið 2000…

Íslenski skemmtiþátturinn 70 Mínútur hófu göngu sína. Sigmar Vilhjálmsson og Jóhannes Ásbjörnsson voru umsjónarmenn til að byrja með, en fleiri andlit úr íslensku grínsenunni byrjuðu ferilinn í þættinum.

Árið 1986…

Íslenska grínmyndin Stella í Orlofi kom í bíó. Þórhildur Þorleifsdóttir leikstýrði og Guðný Halldórsdóttir skrifaði handritið. Með aðalhlutverk fóru Edda Björgvinsdóttir, Laddi og Gestur Einar Jónasson.

Ekki missa af...