Á þessum degi… 18. nóvember

Árið 1982…

Músíktilraunir eru haldnar í fyrsta sinn. Keppnin er fyrir tónlistarfólk á aldrinum 13 til 25 ára, síðustu ár keppa allt að fimmtíu hljómsveitir í keppninni. Sigurvegari fyrstu keppninnar var DRON (skammstöfun á Danshljómsveit Reykjavíkur og Nágrennis) en ýmsar lands- og jafnvel heimsfrægar hljómsveitir stigu sín fyrstu skref á Tilraununum. Þar má nefna Maus, Botnleðja, Mammút, Agent Fresco, Of Monsters and Men og Vök.

Árið 1978…

Jim Jones, leiðtogi sértrúarsafnaðarins People’s Temple, leiðir fjöldasjálfsvíg fylgjenda sinna á nýlendu safnaðarins í Gvæjana. 918 létu lífið á þessum degi. Jones stofnaði söfnuðinn árið 1954 og leiddi þar saman hesta kristni og sósíalkommúnisma. Söfnuðinn flutti hann til Gvæjana, á landskika sem hann skírði Jonestown, um og eftir árið 1974.

Menn, konur og börn létu lífið eftir að hafa drukkið ávaxtadrykk með blásýru. Það er algengur misskilningur að banadrykkurinn hafi verið hið vinsæla Kool-aid, enda kemur orðatiltækið drink the kool aid frá þessum tíma. Orðatiltækið er notað yfir einstakling sem er svo djúpt sokkinn í ákveðinn málstað að hann er tilbúinn til að deyja honum til heiðurs.

Hið rétta er að drykkurinn flavor-aid var notaður í Jonestown.

Árið 1921…

Hvíta Stríðið, eða Drengsmálið, náði hápunkti. Vopnað lið lögreglumanna, kallaði hvítliðar, gerðu atlögu að heimili Ólafs Friðrikssonar, ritstjóra Alþýðublaðsins, en Ólafur var með rússneskan dreng, Nathan Friedman, heima hjá sér sem hafði smitandi augnsjúkdóm. Íslensk yfirvöld vildu ekki hætta á að drengurinn gæti smitað aðra hér á landi. Það kom til átaka fyrir utan heimili hans, Ólafur var handtekinn ásamt tugum annara úr hans liði, drengurinn var færður um borð í skip og sendur heim. Seinna kom í ljós að augnsjúkdómurinn var læknanlegur og ekki eins smitandi og menn héldu. Nathan kom aftur til landsins tíu árum síðar.

Ekki missa af...