Á þessum degi… 17. nóvember

Árið 1988…

Linda Pétursdóttir var kjörin Ungfrú Heimur. Hún varð annar Íslendingurinn til að vinna þá keppni, Hólmfríður Karlsdóttir sigraði keppnina árið 1985 og Unnur Birna Vilhjálmsdóttir hlaut kórónuna árið 2005.

Árið 1940…

Akureyrarkirkja var vígð. Hún var teiknuð af Guðjóni Samúelssyni og var við vígslu stærsta kirkja Þjóðkirkjunnar.

Árið 1913…

Morgunblaðið birtir fyrstu íslensku fréttamyndirnar. Bróðurmorð var framið í húsinu Dúkskoti við Vesturgötu 13 í Reykjavík. Teiknari Morgunblaðsins teiknaði tvær myndir á staðnum, mynd af húsinu á forsíðu og svo mynd úr herbergi hins myrta á næstu síðu.

Ekki missa af...