Á þessum degi… 17. desember

Árið 2011…

FILE – In this July 27, 2013 file photo, North Korea’s leader Kim Jong Un waves to spectators and participants of a mass military parade celebrating the 60th anniversary of the Korean War armistice in Pyongyang, North Korea. North Korea’s young leader wasn’t in his customary seat as the country convened its rubber-stamp parliament Thursday, Sept. 25, 2014, adding to South Korean media speculation that Kim may be ill. (AP Photo/Wong Maye-E, File)

Ýmsar sviptingar í Norður Kóreu. Leiðtogi landsins til sautján ára, Kim Jong-Il, lést. Kim Jong-un, sonur hans var samdægurs skipaður réttmætur arftaki hans en tók ekki formlega við völdum fyrr en 24. desember.

Árið 1989…

Fyrsti Simpsons þátturinn fór í loftið. Um var að ræða jólaþáttinn Simpsons Roasting on an Open Fire. Þátturinn kynnti fjölskylduna til sögunnar, Homer, Marge, Bart, Lisa og Maggie. Bart fær sér tattú og Marge neyðist til að eyða jólapening fjölskyldunnar í að fjarlægja það. Homer fær engan jólabónus og reynir að fá sér aukavinnu til að halda heilög jól.

Þættirnir eru í gangi enn þann dag í dag, 33 árum og fleiri en 700 þáttum síðan.

Árið 1983…

Harrods sprengingin átti sér stað í London. Bílsprengja sprakk fyrir utan Harrods verslunina með þeim afleiðingum að sex létu lífið. Írski lýðveldisherinn bar ábyrgð á sprengingunni en lýsti yfir að meðlimir samtakanna hafi gert árásina í leyfisleysi.

Ekki missa af...