Á þessum degi… 16. nóvember

Árið 2016…

Vefurinn málið.is var settur í loftið. Þar er leitargátt með gagnasöfnum um íslensku frá Stofnun Árna Magnússonar. Hægt er að slá inn orð og læra sögu þess, fyrri notkun og beygingarstíl.

Árið 1996…

Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í fyrsta skiptið. Árið áður hafði Björn Bjarnason, þáverandi menntamálaráðherra, lagt til að einn dagur á ári hverju yrði tileinkaður íslenskri tungu. Fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar varð fyrir valinu.

Árið 1930…

Austurbæjarskóli tók til starfa.

Ekki missa af...