Á þessum degi… 15. nóvember

Árið 2008…

SONY DSC

Um sjö þúsund manns komu saman á Austurvelli á sjötta mótmælafundi Búsáhaldabyltingarinnar. Ræðumenn voru Andri Snær Magnason og Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundar og Viðar Þorsteinsson heimspekingur.

Árið 1971…

Fyrsti fjöldaframleiddi örgjörvi heims fer á markað. Sá var frá fyrirtækinu Intel og var kallaður 4004.

Árið 1920…

Fyrsti fundur Þjóðabandalagsins (e. League of Nations) átti sér stað. Bandalagið var stofnað eftir fyrri heimstyrjöld, með það að markmiði að fyrirbyggja frekari stór atök. Þó bandalaginu hafi tekist að leysa ýmis milliríkjavandamál reyndist það gagnslaust að stoppa uppgang Öxulveldanna með nasista Þýskalands í fararbroddi. Því var slaufað í apríl árið 1946 og Sameinuðu Þjóðirnar komu í staðinn.

Ekki missa af...