Á þessum degi… 15. desember

Árið 2011…

Bandaríkin lýsa því formlega yfir að Írakstríðinu væri lokið, eftir nærri því níu ára stríðsbrölt. Bandaríkjamenn, studdir af fjölþjóðlegu herliði, réðust inn í landið þann 20. mars árið 2003. Á meðal ástæðna fyrir innrásinni voru staðhæfingar George Bush þáverandi Bandaríkjaforseta um gereyðingarvopn í landinu.

Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra og utanríkisráðherra Íslands studdu stríðið án samráðs við Alþingi.

Stríðið hafði margar misalvarlegar afleiðingar fyrir írakska þjóð, nærliggjandi lönd og heiminn allan. Samkvæmt staðfestum tölum féllu allt að 200.000 írakskir borgarar í stríðsátökunum. Sú tala er að öllum líkindum talsvert hærri.

Þáverandi leiðtogi landsins, Saddam Hussein, var handtekinn nokkrum mánuðum eftir innrásina og tekinn af lífi árið 2006. Stjórnmálaflokkur hans, Ba’ath, var leystur upp.

Áhrifasvæði Al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna tók miklum breytingum og minnkaði talsvert. Tómarúmið fylltist af hryðjuverkasamtökum sem kenna sig við íslamskt ríki, en þeir hafa lýst yfir ábyrgð á mannskæðum ódæðum um allan heim.

Enn í dag ríkir óstöðugleiki og óvissa í Írak.

Árið 1888…

Glímufélagið Ármann var stofnað. 30 ungir áhugamenn um íþróttina stofnuðu félagið samkvæmt vefsíðu Ármanns.

Það er í hópi elstu starfandi íþróttafélaga á Íslandi. Í dag er það staðsett í húsnæði við Þróttaravöllinn og er þar hægt að æfa fimleika, júdó, körfubolta, sund, kraftlyftingar og taekwondó, svo fátt eitt sé nefnt.

Ekki missa af...