Á þessum degi… 14. október

Árið 2014…

mynd frá fótboltaleik

Leikur Serbíu og Albaníu í undankeppni Evrópumóts karla í knattspyrnu var stöðvaður. Slagsmál á milli stuðningsmanna og fáni þjóðernissinna flaug yfir vellinum með dróna. Albanía komst að lokum í keppnina.


Árið 2011…

kvikmyndaplakat

Íslenska kvikmyndin Borgríki kom út. Ólafur Jóhannesson leikstýrði og skrifaði ásamt Hrafnkeli Stefánssyni. Með aðalhlutverk fóru Ingvar E. Sigurðsson, Ágústa Eva Erlendsdóttir og Sigurður Sigurjónsson.


Árið 1964…

Mynd af IBM rafreikni

Fyrsti rafreiknir Íslands var tekinn til notkunar í Háskóla Íslands. Seinna um árið var Reiknistofnun Háskólans stofnuð. Rafreiknirinn var af gerðinni IBM 1620-II og hann tók upp heilt skrifborð.

Hver leynist undir brúnni?

Hver leynist undir brúnni?

Engar hryllingssögur

Birtu bara bréfin Drífa

Lífið í miðjunni

Ekki missa af...