Á þessum degi… 14. nóvember

Árið 1985…

Hólmfríður Karlsdóttir var kjörin Ungfrú Heimur, fyrst íslenskra kvenna. Hún var í öðru sæti í bráðabirgðatölum dómra og sigraði svo keppnina að lokum. Tvær til viðbótar hafa sigrað keppnina, Linda Pétursdóttir árið 1988 og Unnur Birna Vilhjálmsdóttir árið 2005.

Árið 1982…

14

Lech Wałęsa, leiðtogi Samstöðuflokks Póllands, var sleppt úr fangelsi eftir ellefu mánaða vist þar. Hann hafði verið áhrifamikill leiðtogi verkamanna, sovésk yfirvöld var mikið í nöp við hann. Eftir fall ríkjanna varð Wałęsa fyrsti lýðræðislega kjörni forseti landsins.

Árið 1963…

Surtseyjargoss var fyrst vart. Fiskibáturinn Ísleifur II var nálægt þegar það byrjaði að gjósa. Strax næsta morgun sást að eyja hafði myndast. Gosið stóð í um þrjú og hálft ár, til 1967. Tvær aðrar eyjur mynduðust í gosinu, Syrtlingur og Jólnir. Báðar þær eyjur hurfu undir haf.

Ekki missa af...