Á þessum degi… 14. desember

Árið 1994…

Bygging stærstu stíflu heims, Þriggja Gljúfra Stíflu, hófst í Kína. Stíflan þverar Yangtze fljótið í mið Kína. Hún var fullkláruð árið 2012.

Árið 1911…

Teymi Roalds Amundsen kemst að Suðurpólnum – fyrstir manna í heiminum. Leiðangurinn hófst í júníbyrjun árið 1910, einu og hálfu ári áður. Hann og menn hans höfðu dvalið á Suðurskautslandi í nærri því níu mánuði áður en þeir lögðu af stað í áttina að pólnum.

Á svipuðum tíma reyndi teymi Roberts F. Scott að nálgast pólinn frá öðrum stað en mistókst með vofeiflegum hætti.

Árið 1903…

Wright bræður gerðu fyrstu flugtilraun sína á heimasmíðuðu vélinni Wright Flyer. Þeir köstuðu upp á hver ætti að fljúga fyrstur og Wilbur tapaði. Flugvélin tókst rétt á loft en ekki nóg til að teljast réttmætt flug. Því náðu þeir aðeins þrem dögum síðar.

Ekki missa af...