Á þessum degi… 13. október

Árið 2016…

Bob Dylan hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels. Verðlaunin hlaut hann fyrir að hafa skapað nýja ljóðræna túlkun innan bandarískrar tónlistarhefðar.

Árið 1997…

Gaman- og sketsaþátturinn Fóstbræður hóf göngu sína á Stöð 2. Þættirnir voru í sýningu til ársins 2001 og eru á meðal best þekkta sjónvarpsefnis sem Ísland hefur alið af sér.

Árið 1972…

Flugvél Uruguayan Air númer 571 brotlendi í Andesfjöllum. Af 45 innanborðs létust 11 við lendingu en fleiri létust úr kulda eða hungri þar sem sjötíu og tveir dagar liðu til björgunar. Þau sem eftirlifandi voru neyddust til að leggja sér hina látnu til munns til að lifa af. Nokkrar bíómyndir hafa verið gerðar um atvikið.

Hver leynist undir brúnni?

Hver leynist undir brúnni?

Engar hryllingssögur

Birtu bara bréfin Drífa

Lífið í miðjunni

Ekki missa af...