Á þessum degi… 13. nóvember

Árið 2015…

Hryðjuverkaárásirnar í París áttu sér stað um kvöldið. Ráðist var á nokkra staði í einu, bæði byssumenn og sjálfsmorðssprengjuárásir. Frakkland og Þýskaland léku vináttulandsleik í fótbolta á þjóðarleikvangnum, en tveir menn sprengdu sig í loft upp fyrir utan völlinn klukkan tuttugu mínútur yfir níu. Þriðji maðurinn sprengdi sig í loft upp rétt fyrir tíu.

Hljómsveitin Eagles of Death Metal var í miðjum tónleikum í Bataclan leikhúsinu þegar þrír menn ruddust inn og hófu skothríð.

Þriðja árásin var skotárás á kaffi- og veitingahús í návígi við Bataclan.

130 voru myrt, þar af 90 í Bataclan leikhúsinu.

Árið 2004…

Verkfall grunnskólakennara bannað með lögum. Það hafði staðið síðan 20. september, í fjörutíu kennsludaga. Um er að ræða eitt lengsta verkfall grunnskólakennara á Íslandi og níunda verkfall kennara á landinu. Þau sem voru grunnskólanemar á þessum tíma muna að hafa mætt í skólann á mánudegi en allir kennarar voru á dularfullann hátt veikir. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var menntamálaráðherra á þessum tíma.

Árið 1940…

Teiknimyndin Fantasía frumsýnd á Broadway í New York. Myndin var byltingarkennd fyrir margar sakir, átta stuttmyndir voru spilaðar yfir átta mismunandi klassísk tónverk eftir Leopold Stakowski. Hljóðblöndunin var sú fyrsta sinnar tegundar og var vísirinn að því sem í dag er kallað surround sound.

Ekki missa af...