Á þessum degi… 12. október

Árið 2010…

Saksóknari var kosinn af Alþingi til að fara með mál á hendur Geir H. Haarde fyrir Landsdómi. Geir var að lokum sakfelldur í einum ákærulið, um stjórnarskrárbundna skyldu forsætisráðherra til að halda ríkisstjórnarfundi um mikilvæg málefni.

Árið 1998…

Heimildarmyndin Popp í Reykjavík kom út, í leikstjórn Ágústa Jakobssonar. Íslenskir listamenn á borð við Maus, Pál Óskar, Bang Gang og Quarashi komu fram í myndinni.

Árið 1962…

Kvikmyndin 79 af Stöðinni kom út, í leikstjórn Eric Balling. Með aðalhlutverk fóru Gunnar Eyjólfsson og Kristbjörg Kjeld.

Árið 1905

Verzlunarskóli Íslands var settur í fyrsta sinn.

Hver leynist undir brúnni?

Hver leynist undir brúnni?

Engar hryllingssögur

Birtu bara bréfin Drífa

Lífið í miðjunni

Ekki missa af...