Á þessum degi… 12. nóvember

Árið 2019…

Fyrri hluti Samherjaskjalanna (e. Fishrot Files) voru birt á vef Wikileaks. Gögnin sýndu fram á starfsemi Samherja í Namibíu. Á vef Kveiks stendur „Samherji hefur undanfarinn áratug greitt háttsettum stjórnmála- og embættismönnum í Namibíu hundruð milljóna í þeim tilgangi að komast yfir eftirsóttan kvóta.“

Málið var unnið í alþjóðlegu samstarfi Kveiks, Stundarinnar, Wikileaks og Al Jazeera.

Árið 1990…

Tim Berners Lee leggur fram formlega tillögu um stofnun Internetsins. Síðan þá hefur hann verið einn mesti frömuður í sögu internetsins og starfar enn þann dag í dag við alls kyns verkefni og stofnanir helgaðar uppihaldi vefsins og þróun.

Árið 1980…

Artist’s concept of Voyager in flight.

Geimkönnunarfarið Voyager 1 komst sem næst plánetunni Satúrnus, eftir rétt tæplega þriggja ára flug. Farið kannaði einnig andrúmsloft Títans, stærsta tungl plánetunnar.

Ekki missa af...