Á þessum degi… 12. desember

Árið 2013…

Héraðsdómur dæmdi í Al Thani málinu svokallaða. Allir fjórir sakborningarnir, sem voru í stjórnunarstöðum innan Kaupþings á tíma málsins, voru sakfelldir og fengu fangelsisdóm.

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, fékk fimm og hálfs ára dóm. Ólafur Ólafsson hluteigandi í Kaupþingi fékk fjögur ár, ásamt Magnúsi Guðmundssyni fyrrerandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborgar. Sá fjórði, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings fékk fjögur ár.

Málið í stuttu máli var umboðssvik og markaðsmisnotkun bankans í sölu á 5% hlut til katarsks sjeiks. Kaupþing fjármagnaði kaupin með eigið fé.

Myndin með texta er fengin frá RÚV.

Árið 1963 og 1964…

Frelsi Kenýa þjóðar innsiglaðist á þessum tveimur árum. Þann 12. desember árið 1963 urðu Kenýabúar frjálsir og fullvalda og ári síðar fengu þeir sjálfstæði frá Bretum og urðu lýðveldi.

Fyrsti forseti landsins var Jomo Kenyatta.

Þrátt fyrir frelsi og sjálfstæði var hrakförum þjóðarinnar hvergi nærri lokið. Undir stjórn Kenyatta var spilling grasserandi í öllum helstu stjórnstigum og fátækt mikil.

Ekki missa af...