Á þessum degi… 11. október

Árið 2008…

Áttu sér stað fyrstu mótmælin í búsáhaldabyltingunni. Þau fóru fram á Austurvelli.

Árið 1988…

Var þá Guðrún Helgadóttir kosin forseti sameinaðs Alþingis en hún var fyrst íslenskra kvenna til þess að bera þann titil.

Árið 1986…

Hófst leiðtogafundurinn mikli í Höfða í Reykjavík. Þá hittust þeir Ronald Reagan og Mikhaíl Gorbatsjev og ræddu um fækkun kjarnorkuvopna.

Árið 1975…

Fór fyrsti þátturinn af Saturday Night Live í loftið hjá NBC. Þættirnir þóttu heilmikið á undan sinni samtíð auk þess að vera gífurlegur stökkpallur fyrir marga hverja af þekktari grínleikurum heims.

Hver leynist undir brúnni?

Hver leynist undir brúnni?

Engar hryllingssögur

Birtu bara bréfin Drífa

Lífið í miðjunni

Ekki missa af...