Á þessum degi… 11. nóvember

Árið 1918…

Skrifað er undir vopnahlé á milli Bandamanna og Þjóðverja, almennt talið marka lok fyrri heimstyrjaldar. Það tók gildi klukkan 11 að morgni dags, sem þýðir á ellefta slagi, þann ellefta dags, hins ellefta mánaðar. Í gegnum tíðina hafa sumir sagt að þetta hafi gerst klukkan ellefu mínútur yfir ellefu, en það er eitthvað sem hefur skolast í gegnum munnmælasögur. Nærri því þrjú þúsund menn létu lífið í átökum á þessum degi.

Stríðinu sjálfu lauk ekki á þessum degi. Ýmsa friðarsamninga þurfti til að ljúka öllum átökum formlega, Versalasamningurinn, undirritaður þann 28. júní árið 1919 er ef til vill frægastur.

Árið 2006…

Leikjatölvan Playstation 3 kemur út á japanska markaði. Hún kom svo út viku síðar í Bandaríkjunum. Tölvan er hluti af sjöundu kynslóð leikjatölva, á svipuðum tíma komu út Xbox 360 frá Microsoft og Wii frá Nintendo. Tölvan var sú fyrsta til að vera með Blu-Ray spilara í stað DVD spilara, sem þótti tækniundur á sínum tíma.

Árið 2007…

Andie Sophia Fontaine, blaðamaður og fréttastjóri, tók sæti á Alþingi, fyrsti innflytjandinn til að ná þeim árangri, upprunalega fædd í Baltimore borg í Maryland fylki Bandaríkjanna. Hún flutti búferlum til Íslands árið 1999. Hún var varaþingmaður Vinstri Grænna og tók sæti tvisvar sinnum á þingi. Í dag starfar hún fyrir Reykjavík Grapevine.

Ekki missa af...