Á þessum degi… 11. desember

Árið 2019…

People line up to vote in a referendum on Bougainville’s independence from Papua New Guinea, in the region’s interim capital of Buka Town, on Nov. 25. The pro-secession vote won a landslide victory, although the vote is nonbinding. Now Bougainville’s leaders have to negotiate with the PNG government.

Niðurstöður úr ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu á meðal íbúa Bougainville eyjar voru gerðar opinberar. Eyríkið er undir stjórn Papúa Nýju Gíneu en er hluti af Solomon eyjaklasanum.

Kosið var í nóvember og rúmlega 98% gildra atkvæða voru hlynnt sjálfstæði. Ríkisstjórnir Papúa Nýju Gíneu og Bougainville komust að samkomulagi um sjálfstæði í júlí síðastliðnum. Eyjan skal vera sjálfstæð áður en árið 2027 er gengið í garð.

Saga Bougainville er löng og flókin. Á tíunda áratug síðustu aldar geisaði þar hatrömm borgarastyrjöld þar sem fimmtán þúsund manns misstu lífið. Vera Illugadóttir fjallaði um sögu ríkisins í þætti Í ljósi sögunnar.

Árið 2010…

Tvær sprengjur springa í miðborg Stokkhólms en einungis tilræðismaðurinn sjálfur drepst. Fyrri sprengjan var bílsprengja sem særði tvenn, ekki alvarlega. Seinni sprengjan var fest við tilræðismanninn sjálfann, en afleiðingar af því voru litlar sem engar.

Árið 2008…

Fyrsta stöðuga útgáfan af netvafranum Google Chrome kom út. Á þeim tíma var netvafri Microsoft, Internet Explorer, lang mest notaður, með yfir 60% notenda. Á tveimur árum komst Chrome í 15% notenda og saxaði vel á forskot Explorer.

Í dag er Chrome með yfir 60% notenda hjá sér. Arftaki Explorer, Microsoft Edge, er einungis með um 4%.

Ekki missa af...