Á þessum degi… 10. nóvember

Árið 2008…

Bjarni Harðarson, þáverandi þingmaður Framsóknarflokksins, hugðist senda nafnlaust bréf á Valgerði Sverrisdóttur, þáverandi varaþingmann flokksins, en sendi það óvart á alla fjölmiðla landsins. Bréfið var harðort og gagnrýndi Valgerði harðlega fyrir ábyrgð á einkavæðingu bankanna. Bjarni sendi annan póst á fjölmiðla þar sem hann bað um að efni bréfsins yrði ekki notað í fréttir. Við því var ekki orðið og Bjarni sagði af sér þingmennsku.

Árið 1995…

Íslenska kvikmyndin Benjamín Dúfa var frumsýnd. Hún var byggð á skáldsögðu Friðriks Erlingssonar, en hann skrifaði einnig handritið. Gísli Snær Erlingsson leikstýrði en myndin segir sögu fjögurra vina sem stofna riddarareglu.

Árið 1992…

Fyrsti fjöldaframleiddi GSM síminn kemur á markað. Hann var kallaður Nokia 1011, eftir útgáfudeginum. Síminn hafði marga eiginleika sem áttu eftir að einkenna gemsa næstu ára, hann hafði útdraganlegt loftnet og gat geymt 99 símanúmer í minni sínu. Hann gat einnig sent og fengið SMS skilaboð.

Ekki missa af...